Hver er maðurinn og hvað er hann að gera? Spilið snýst um að giska á hvaða persóna er á gleraugunum og hvar hún er eða hvað er hún að gera. Fyndið, skemmtilegt en einfalt partíspil þar sem allir geta verið með og skemmt sér saman.
Notkun
Settu upp gleraugun og giskaðu á þekkt fólk í sprenghlægilegum aðstæðum "Inga Sæland á Þjóðhátíð", "Donald Trump á þorrablóti". Fyrstur til að giska á sína persónu og aðstæðurnar vinnur. Einfaldur leikur sem þú lærir á 10 sekúndum.
Innihaldslýsing
50 persónuspil, 50 aðstæðuspil, 24 auð spil sem hægt er að skrifa á eigin hugmyndir, 6 gleraugu, 1 stundarglas