NIP+FAB
Ceramide Fix Base Build Moisture Milk 8% 125ml
Gefðu húðinni að drekka með þessari einstaklega rakagefandi og styrkjandi húðmjólk.
Verð:5.999 kr.
Vörunúmer: 1245841
Margþættur vökvi sem sameinar andlitsvatn og rakagefandi serum í eitt skref en formúlan er frábær fyrir allar húðgerðir. Mjólkurkennd áferðin umlykur húðina með framúrstefnulegu lagi af seramíðum, sem byggja upp húðina, á meðan ektóín vinnur samverkandi með húðinni til að auka frumuendurnýjun, bæta uppbyggingu, áferð og eykur getu hennar til að vernda sig. Búðu þig undir hreina, slétta og rakamikla húð sem ljómar innan frá. Húðin þín kemst í sitt besta form. Þessi húðmjólk er hönnuð til notkunar morgna, kvölds eða bæði en þetta er næsta kynslóð af mjólkurkenndu andlitsvatni. Formúlan er hlaðin virkum innihaldsefnum sem bæta heilbrigði og varnir húðarinnar. Með því að styrkja varnarlag húðarinnar og bæta vörn gegn umhverfisáreiti, á borð við mengun og útfjólubláa geisla, þá mun það leiða til betri árangurs af virkum næturmeðferðum á borð við retínól og peptíð. Þessi húðmjólk er bæði fyrirbyggjandi og lausn við vandamálum í einni formúlu. Létt mjólkuráferðin gengur hratt inn í húðina og er frábær sem „fyrsti drykkur“ hennar eftir húðhreinsun. Þannig skapast samstundis rakamikill og ljómandi grunnur fyrir morgun- og kvöldrútínu. Hentar öllum húðgerðum en er sérstaklega gagnleg þeim sem þjást af sýnilegum roða, viðkvæmni eða þurrki í húð. Þessi róandi húðmjólk er alhliða húðvara með klínískt sannaða blöndu af virkni.