BÓK
Obbuló í Kósímó - Gjafirnar
Oddný Lóa Þorvarðardóttir býr í Kjóamóa þrjúhundruð og sjö. Hvaða krakki getur sagt það? Enginn. Obbuló á heima í Kósímó. Hér er svarað mikilvægum jólaspurningum eins og: Hvað át afi? Hver tók allt sem týndist? Má pota í pakka og klípa þá? Hvað var í risarisastóra pakkanum? Þar búa líka mamma, pabbi og Bessi besti bróðir. Hann á þrjá pabba, sem er mjög ósanngjarnt. Obbuló á bara einn. Bessi er stóri bróðir. Samt er Obbuló miklu stærri. Hún er risabarn og stærri en allir, sem er auðvitað vitleysa. En þetta segir hún nú samt.
Verð:3.699 kr.
Vörunúmer: 1250278
Vörulýsing