Bútasaumur fyrir tvo. Þú notar tölurnar sem þú átt til að kaupa bestu bútana á undan andstæðingi þínum og koma þeim fyrir í bútasaumnum þínum. Í lokinn færðu stig fyrir hversu margar tölur þú átt eftir og hversu vel þú náðir að klára bútasauminn þinn. Í þinni umferð hefur þú val um að kaupa einn af þremur bútum sem eru í boði ef þú átt tölur fyrir þeim. Svo þarftu að koma bútunum fyrir á bútaspjaldinu þínu. Spjaldið er 9×9 ferningar og bútarnir eru óreglulegir að stærð, svo það þarf að vanda valið til að þú náir að fylla sem mest af spjaldinu þínu. Hægt og rólega fyllist bútasaumurinn þinn og það verður erfiðara að koma nýjum bútum fyrir. Spil fyrir tvo, tilvalið fyrir pör. Spilatími 30 mínútur. Inniheldur bæði íslenskar og enskar reglur.