Í þessu setti finnur þú brot af því besta, en það inniheldur vinsælustu Real Techniques burstana saman í einu setti. Hver bursti er hannaður til að nýtast á marga vegu og því er þetta sett frábært fyrir byrjendur. Settið inniheldur: 400 Blush, stór, mjúkur og rúnnaður púðurbursti sem hentar frábærlega í sólarpúður, kinnalit eða aðrar púðurvörur. Miracle Complexion Sponge, farðasvampurinn okkar sívinsæli. Hann er lagaður til að falla fullkomlega að mismunandi hlutum andlitsins, en hann má bæði nota rakan og þurran. 300 Deluxe Crease, þéttur augnskuggabursti sem blandar krem- og púðu augnskugga fullkomlega fyrir ofan augnlokið. 402 Setting, lítill, fluffy og mjúkur bursti sem er tilvalinn í púður- og kremvörur. Einstaklega góður fyrir nákvæmnisvinnu og til að fullkomna förðunina. 200 Expert Face, þéttur bursti sem gefur miðlungs til fulla þekju, hentar einstaklega vel fyrir krem- og fljótandi förðunarvörur. Real Techniques burstarnir eru meðal mest seldu förðunarbursta í heimi. Burstahárin eru sérstaklega mjúk og burstarnir eru 100% Cruelty Free og Vegan.