Hratt! Hrífandi! Einfalt!
Ástæður þess að Ubongo er margverðlaunað fjölskylduspil:
Hratt - því að allir leikmenn keppast samtímis við að raða formum rétt niður á Ubongo-spjöldin.
Hrífandi - því að enginn vill stoppa og beðið er eftir næstu umferð með eftirvæntingu.
Einfalt - því að reglurnar eru útskýrðar í stuttu máli.
Hver leikmaður fær þrautaspjald og 12 form. Einn leikmaður kastar teningnum og snýr stundaglasinu við. Táknið á teningnum segir til um hvaða form er heimilt að nota. Nú reyna allir leikmenn eins fljótt og auðið er að raða formunum rétt á spjaldið. Sigurvegari er sá sem er með flesta gimsteina í sama lit í lokin.
Skemmtilegt og ávanabindandi spil með afar einföldum leikreglum - auðvelt að byrja, erfitt að hætta!
Leiktími: 20-30 mín