Vinsamlegast ath!

Á tax free getur verið lengri bið eftir pöntunum úr vefverslun vegna fjölda pantana.

29. Ágúst 2024

Afternoon Tea í Hagkaup

Þriðjudaginn 27. ágúst var Afternoon Tea viðburður í verslun Hagkaups í Smáralind í boði Hagkaups og Breska sendiráðsins. Fjölmennt var á námskeiðinu og því óhætt að segja að fjöldi Íslendinga sé spennt fyrir þessari skemmtilegu bresku hefð.

Það var matreiðslumeistarinn Ylfa Helgadóttir sem fór fyrir námskeiðinu og kenndi gestum hvernig hægt er að reiða fram einfalt, fallegt og bragðgott Afternoon Tea. Ylfa fór líka yfir sögu hefðarinnar og hinar ýmsu reglur sem henni fylgja.

Viðburðurinn var hluti af Breskum dögum sem nú standa yfir í Hagkaup og hafa fengið góð viðbrögð viðskiptavina.

,,Viðskiptavinir okkar virðast taka vel í þessa skemmtilegu þemadaga og við erum sérstaklega ánægð með viðbrögðin við Afternoon Tea námskeiðinu okkar“ segir Lilja Gísladóttir sérfræðingur markaðsmála hjá Hagkaup. ,,Við höfum reynt eftir fremsta megni að vera með spennandi námskeið tengd þemadögunum okkar og það hefur gengið vonum framar. Í þetta skipti lá í augum uppi að bjóða uppá námskeið í Afternoon Tea því sú hefð er eitt af því fyrsta sem kemur upp í hugann þegar hugsað er um breska matarmenningu“ bætir Lilja við.

Á námskeiðinu lærðu gestir meðal annars að baka klassískar breskar skonsur, gera hinar ýmsu tegundir af fingrasamlokum og hvernig á að brugga te á réttan máta.

Breskir dagar standa yfir til 2. september og því um að gera að gera sér ferð í verslanir Hagkaups og kynna sér allskonar spennandi breskar vörur.