22. Apríl 2022

Augabrúnagelið sem allir eru að tala um

NYX Professional Makeup hafa nýlega sett á markað nýtt augabrúnagel sem hefur farið mikið fyrir á samfélagsmiðlum!

Já ef þú hefur eitthvað fylgst með á TikTok veist þú nákvæmlega hvaða augabrúnagel um ræðir. Allir vinsælustu förðunargúrúarnir á TikTok hafa prófað og talað um þetta undra augabrúnagel sem allir virðast elska og dá! Við erum að sjálfsögðu að tala um nýjungina frá vinum okkar hjá NYX Professional Makeup: Thick it. Stick it! Um er að ræða augabrúnagel, en áferðin og virknin minnir örlítið á Brow Glue frá NYX PMU. Gelið kemur í nokkrum mismunandi litum og inniheldur fíbra sem virka sem eins konar auka hár til þess að fylla upp í brúnirnar og gera þær þéttari. Gelið litar, þykkir og heldur augabrúnunum á sínum stað ásamt því að vera alveg smithelt. Það hjálpar þér að einfalda augabrúna rútínuna og þú stjórnar því hversu þykkar þær verða eða hvar hárin eiga að liggja.

Ég sá Thick it. Stick it! fyrst á TikTok eins og svo margir og varð að sjálfsögðu að hoppa á vagninn og prófa, enda óþarflega veik fyrir öllum förðunartrendum sem ég sé.
Ég verð að viðurkenna að gelið stóðst mínar væntingar, það heldur brúnunum á sínum stað og gerir þær þykkar og ‘fluffy’ sem ég kann mjög vel við. Ég er mjög hrifin af augabrúna vörunum frá NYX PMU yfir höfuð og Brow Glue, sem NYX PMU komu líka með fyrir ekki svo löngu og tók einmitt yfir TikTok á sínum tíma, hefur átt fastan sess í minni snyrtitösku síðan ég prófaði það fyrst.

Thick it. Stick it! fæst á vefnum hjá okkur ásamt því að vera til sölu í verslunum okkar í Kringlunni og Smáralind.

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup