29. Desember 2025

Aldrei verið meira úrval af nautasteikum fyrir áramótin

Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups deilir eftirvæntingu sinni fyrir framboðinu á nautasteikum í Hagkaup fyrir áramótin en þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á margar tegundir af íslensku nautakjöti.

„Aldrei hefur verið meira úrval í Hagkaup af sérvöldum íslenskum nautasteikum,” segir hann. „Við erum afar spennt fyrir áramótunum því við höfum verið að undirbúa þessa daga í marga mánuði.“

Hagkaup mun bjóða upp á sérvalið Angus nautakjöt frá Nýjabæ, sem sló í gegn síðasta sumar. „Færri fengu en vildu, við erum því mjög glöð með að geta boðið það aftur núna,“ bætir Sigurður við.

Hægmeyrnaðar nautasteikur
Auk Angus kjötsins verða til staðar sérvaldar steikur frá Kíðafelli í Kjós, Tuddanum Steinstöðum og Stóra Hildisey. „Flestar steikurnar okkar eru hægmeyrnaðar, sem þýðir 30-40 meyrnun. Þetta gerir kjötið einstakt,“ segir hann og leggur áherslu á gæði framleiðslunnar.

„Við erum sannarlega stolt af því að geta boðið okkar viðskiptavinum upp á þetta einstaka tækifæri að versla hágæða íslenskt nautakjöt frá íslenskum bændum,“ segir Sigurður enn fremur. „Við erum í góðu samstarfi við íslenska bændur og erum mjög ánægð með þá metnaðarfullu vinnu sem þeir leggja í framleiðsluna.“

Sigurður hvetur viðskiptavini Hagkaups til að nýta sér tækifærið og njóta þess að versla hágæða nautakjöt fyrir áramótin.

Hér er að finna uppskrift að ljúffengu nautakjöti a‘la Óskar Finnson. Einnig má sjá hvernig Óskar matreiðir nautasteikina hér.