10. September 2025

Prófaðu Bakgarðshring með Rakel Maríu

Mánudaginn 15. september býðst frábært tækifæri til að taka þátt í hlaupaæfingu með Rakel Maríu, í samstarfi við Nutrilenk.

🔸Dagsetning: 15.september
🔸Tími: 17:30
🔸Staðsetning: Elliðabæ, Heiðmörk
🔸Lengd hringsins: 6,7 km

Æfingin er gjaldfrjáls og opin öllum sem vilja hreyfa sig og njóta útivistar. Hver og einn hleypur á sínum hraða og er hvattur til að prófa að takast á við svokallaðan Bakgarðshring.

Til að koma öllum í rétta stemningu verður DJ Ragga Hólm á staðnum og sér um að hvetja þátttakendur með góðri tónlist.

Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Nutrilenk og er tilvalinn fyrir alla sem vilja sameina hreyfingu, heilbrigði og skemmtilega upplifun í fallegri náttúru í Heiðmörk.

Sjá viðburð