4. Júlí 2025

Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði í Smáralind

Hagkaup hefur hafið sölu á hárvörum frá franska lúxusmerkinu Balmain Paris – einu þekktasta tískuhús Evrópu. Samstarfið markar tímamót í vöruúrvali Hagkaups og var honum fagnað með glæsilegum viðburði í Hagkaup Smáralind í gær, sem haldinn var á fyrsta degi Tax Free daga sem standa til 9. júlí.

Balmain Paris var stofnað árið 1945 af Pierre Balmain og hefur í gegnum árin skapað sér sterka stöðu í heimi hátísku. Hárvörulína merkisins, Balmain Hair Couture, sameinar tískustrauma og fagmennsku með hágæða innihaldsefnum og lúxusáferð – og hefur notið mikilla vinsælda víða um heim.

Í Smáralindinni mættu fjölmargir gestir til að fagna komu merkisins í verslanir Hagkaups. Gestir gæddu sér á léttum veitingum, hlýddu á ljúfa tóna frá tónlistarmönnunum Óskari og Ómari Guðjónssonum og kynntu sér glæsilegt úrval hárvara og fylgihluta frá Balmain.

„Við erum virkilega ánægð með viðtökurnar sem Balmain hefur fengið og spennt að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á þetta virkilega vandaða vörumerki,“ segir Rakel Ósk Hreinsdóttir, vörustjóri snyrtivöru hjá Hagkaup. „Við vinnum stöðugt að því að bæta og þróa vöruúrvalið okkar og þetta er stórt og spennandi skref í því verkefni.“

,,Við erum mjög spennt fyrir þessu nýja samstarfi og hlökkum til að kynna viðskiptavinum Hagkaups fyrir vöruúrvalinu sem Balmain hefur upp á að bjóða. Undirbúningur hefur gengið vel, virkilega gaman að sjá þetta allt smella saman og sjá svona frábærar viðtökur“ segir Hjördís

Vörurnar frá Balmain eru nú fáanlegar í verslunum Hagkaups í Kringlunni, Garðabæ, Smáralind og á Hagkaup.is.