23. Janúar 2025
Bóndadagsgjafir
Það er komið að honum, bóndadagurinn er föstudaginn 24. janúar og við erum mætt með hugmyndir af bóndadags gjöfum. Dagana 22.-26. janúar verða herra ilmir og valdar snyrtivörur fyrir herra á 20% afslætti í verslunum Hagkaups og hér á vefnum.
Sem dæmi um frábærar húðvörur í gjöf fyrir herrana á bóndadaginn er Aquapower línan frá Biotherm. Aquapower 72H Moisturizing Gel-cream er rakagefandi andlitskrem sem hentar flestum húðgerðum. Kremið er gelkennt og smýgur vel inn í húðina. Það er nefnilega mikilvægt fyrir okkur öll að gefa húðinni góðan raka allt árið um kring og ekki síst í kuldanum í janúar.
Önnur spennandi húðvara er Men Energizing Eye Gel frá Clarins en í skammdeginu getum við þurft á smá extra hjálp að halda við að minnka þreytueinkenni í kringum augnsvæðið. Gelið vinnur gegn baugum og þrota og gefur húðinni á augnsvæðinu góðan raka ásamt því að kæla svæðið vel en kremið kemur með lítilli stálkúlu sem er gott að nota til þess að dreifa kreminu á augnsvæðið. Algjört æði til þess að hressa sig við á morgnanna.
Síðast húðvaran í bili er ekki síður mikilvæg en hinar en um er að ræða Facial Fuel Energizing Scrub frá Kiehl’s. Þessi frábæri skrúbbur slípar og sléttir húðina með því að hjálpa húðinni að losa sig við dauðar húðfrumur og óhreinindi af yfirborði húðarinnar. Skrúbburinn inniheldur meðal annars koffín, e-vítamín og mentól sem gefa húðinni orku og hjálpa okkur að vinna gegn þreytumerkjum í húðinni. Tilvalið að nota 2-3 sinnum í viku.
Svo eru það allir frábæru ilmirnir sem er tilvalið að smella í pakkann. Til þess að nefna dæmi þá er One Essence 30th Parfum Intense frá Calvin Klein ferskur, óvæntur og ögrandi ilmur. Ilmurinn er með blöndu af bergamóti, blóðappelsínu, grænu te, sandelvið og musk. Blandan er virkilega skemmtileg og hentar fyrir svo marga.
Annar ilmur sem passar vel í bóndadagspakkann er Noir Extreme EDP frá Tom Ford. Þessi glæsilegi ilmur er hlýr og tælandi ilmur með blöndu af amber, mandarínu, saffran, kardimommum, múskati og viðarnótum. Frábær ilmur fyrir þá sem þora að skera sig úr fjöldanum.
Það er hægt að skoða allar þær frábæru vörur sem eru á 20% afslætti og henta vel í bóndadagsgjöf með því að smella hér. Tilboðin gilda að sjálfsögðu líka í verslunum okkar og starfsfólkið okkar tekur fagnandi á móti ykkur og aðstoðar við val á gjöfinni fyrir þá sem ykkur langar að gleðja á bóndadaginn.
Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup