Vinsamlegast ath!

Á tax free getur verið lengri bið eftir pöntunum úr vefverslun vegna fjölda pantana.

28. Ágúst 2024

Breskar snyrtivörur á afslætti

Það eru Breskir dagar í verslunum Hagkaups til 2. september. Af því tilefni eru nokkur spennandi bresk snyrtivörumerki á 20% afslætti í verslunum okkar. Það er því tilvalið að fara aðeins yfir nokkrar skemmtilegar vörur sem er hægt að næla sér í á tilboði.

Lee Stafford – Double Blow Mousse
Það er ákveðið ,,blow out“ blásturs æði sem hefur gripið heiminn síðustu misseri og það er svo sannarlega þar sem þessi froða kemur að góðum notum. Froðan gefur hárinu góða lyftingu án þess að gera það hart eða klístrað. Best er að bera froðuna í handklæða blautt hárið. Froðan fer í rótina og svo þarf að blása hárið. Til þess að fá enn meiri lyftingu í hárið þá má setja handfylli í þurrt hárið líka og blása aftur. Algjör snilldar froða fyrir meiri lyftingu og fyllingu í hárið.
Allar vörur frá Lee Stafford má skoða með því að smella hér.

Rimmel – Stay Matte
Rimmel Stay Matte púðrið hefur verið vinsælt á TikTok síðustu misseri en það kemur í nokkrum litum og litlaust. Púðrið er frábært til þess að setja farða og hyljara en það er létt og gott og einfalt í notkun. Púðrið er með góða þekju og heldur förðuninni vel á sínum stað. Algjör snilld í veskið líka til þess að fela olíu myndun yfir daginn.
Allar vörur frá Rimmel fá skoða hér.

Burberry – Her EDP
Virkilega fallegur og vinsæll dömu ilmur sem er hannaður til þess að fanga unglegan anda London. Ilmurinn inniheldur rauðar og dökkar berjanótur í bland við hvítan við. Toppnóturnar eru einmitt frábær blanda af jarðaberjum, hindberjum, bómberjum, kirsuberjum, sólberjum, mandarínum og sítrónum. Fersku topparnir blandast svo fallega við fjólu og jasmín mið nóturnar og grunninn sem er musk, vanilla, cashmeran, oakmoss, viðarnótur, amber og patchouli. Svo ferskur ilmur sem er fullur af lífi.
Allar vörur frá Burberry má skoða hér.

Við mælum með því að kíkja í verslanir okkar eða hér á vefinn og skoða úrvalið frá þessum frábæru vörumerkjum. Allar snyrtivörur má skoða með því að smella hér.