25. Maí 2022
Burstaþrif, af hverju?
Burstaþrif eru mjög mikilvæg fyrir góða húð og fallega förðun. Skítugir burstar geta dreift bakteríum í förðunarvörur og á andlitið og orðið til þess að húðin stíflast og bólur geta byrjað að myndast.
Ef þú ert eitt þeirra sem þrífur ekki burstana sína reglulega mæli ég með því að þú haldir áfram að lesa. Það er nefnilega ekki jafn mikið mál og margir halda og er nauðsynlegra en alltof margir gera sér grein fyrir. Þau sem nota burstana sína daglega ættu að þvo þá að minnsta kosti einu sinni í viku og helst oftar en það. Í burstana safnast nefnilega allskonar bakteríur sem við kærum okkur ekki um að smyrja á andlitið á okkur.
Í verslunum okkar er hægt að fá nokkrar tegundir af burstahreinsum sem virka á mismunandi hátt en öll ættu að geta fundið sér hreinsi við hæfi.
1. MAC Brush Cleanser
Þessi hreinsir er í fljótandi formi og mjög hentugur fyrir þau sem þurfa að nota burstana sína fljótlega eftir þrif. Þú einfaldlega hellir örlítið af hreinsinum í pappír eða handklæði og þurrkar úr burstanum þar til hann verður hreinn. Þessi hreinsir þrífur ekki bara burstann heldur sótthreinsar hann líka svo hann verður tandurhreinn og fínn eftir notkun og þornar mjög hratt og örugglega.
2. Mist & co brush cleanser (daily & deep clean)
Þessir íslensku burstahreinsar komu á markað fyrir rúmu ári síðan og hafa heldur betur slegið í gegn. Sprey sem þú úðar í burstann og þurrkar í handklæði eða þar tilgert bursta handklæði sem Mist & co selja líka. Það eru tvær tegundir, annars vegar Daily sem er ætlaður til daglegrar notkunar og svo annar sem heitir Deep Clean og er fínt að nota inn á milli til þess að djúphreinsa burstana.
3. Beautyblender solid sápa
Hér höfum við allt aðra tegund af burstahreinsi en komu hér að ofan en hér er um að ræða bursta sápu. Þegar þessi sápa er notuð þarf að bleyta burstana og nudda vel í sápuna og skola vel öll óhreinindi úr burstunum. Þessi sápa er frábær til þess að djúphreinsa burstana og nær öllum óhreinindum og erfiðum blettum úr burstum.
Sama hvaða kost þið veljið, þá er mikilvægt að hugsa vel um burstana ekki bara hreinlætisins vegna, þó það sé vissulega mikilvægur punktur, en regluleg þrif auka líka líftíma burstanna þinna. Ef þessar ástæður eru ekki nóg get ég bætt því við að hreinir burstar skila fallegri förðun, en hvaða förðunarvörur sem er geta orðið ljótar á húðinni ef notaðir eru skítugir burstar.
Hér getið þið skoðað úrval burstahreinsa á vefnum okkar!
Höf: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup