30. Janúar 2024

C vítamín í húðvörum

C vítamín hefur verið mjög vinsælt innihaldsefni í snyrtivörum síðasta rúma árið og vinsældirnar virðast bara halda áfram inn í árið 2024. C vítamín er bæði notað í húðvörur og förðunarvörur, en það hefur verið mikið um það að bæta húðbætandi innihaldsefnum eins og c vítamíni og hýalúrón sýru í t.d. farða og hyljara.

En hvað á C vítamín að gera fyrir húðina? C vítamín hjálpar til við að lífga upp á húðina, birta hana og gefa henni aukinn ljóma ásamt því að vinna að því að jafna lit húðarinnar. Þetta eru þær ástæður fyrir því að mörg vörumerki hafa eins og áður kom fram byrjað að nota C vítamín í t.d. farða og farðagrunna.

Eins og með öll innihaldsefni getur húðin verið viðkvæm fyrir c vítamíni í miklu magni og því er um að gera að byrja hægt og prófa sig áfram.

En hvaða vörur innihalda C vítamín? Jú þær eru mjög margar og mismunandi en hér á eftir ætlum við að fara yfir þrjár húðumhirðu vörur sem innihalda C vítamín og hvað þær gera fyrir húðina.

Vitamin C Fix Scrub – NIP+FAB
Skrúbbur fyrir andlitið sem hjálpar okkur að losa húðina við dauðar húðfrumur og óhreinindi í húðinni. Skrúbburinn inniheldur C vítamín sem stuðlar að því að gera húðina bjartari og jafna húðlit hennar en skrúbburinn skilur húðina eftir bjarta og ferska. Annað innihaldsefni í þessum skrúbb er t.d. kókosolía sem gefur húðinni næringu og mýkir hana. 

The One thats a Serum – Hello Sunday
Mjög skemmtileg vara sem er bæði í senn serum og sólarvörn. Serumið inniheldur SPF 45 og verndar húðina gegn sólarskemmdum og UVA/UVB geislum sólarinnar ásamt því að það inniheldur bæði C vítamín og hýalúrón sýru. Serumið gefur húðinni góðan ljóma og mikinn raka ásamt því að næra hana vel í gegnum daginn.

Vitamin C Bright Eye Cream – Garnier
Augnkrem sem vinnur gegn þreytumerkjum, baugum og fínum línum á augnsvæði. Kremið inniheldur meðal annars níasínamíð, koffein, bananaduft og að sjálfsögðu C vítamín. Kremið vinnur að því að birta húðina og gefa henni ljóma.

Allar húðvörur má finna með því að smella hér.