4. Maí 2023
Danskir dagar 4.-14.maí
Í dag hefjast Danskir dagar í verslunum Hagkaups og boðið verður upp fjölbreytt úrval af hinum ýmsu vörum frá Danmörku.
Þemadagar í verslunum eru iðulega veisla fyrir neytendur enda bjóðast þá vörur sem alla jafna eru ekki í boði allan ársins hring.
Pylsur, kjöt, salöt, sælgæti, snakk og fleira góðgæti verður í boði á dönskum dögum sem standa yfir frá 4.maí til 14.maí. Kirsten Geelan sendiherra Dana opnar dagana með pompi og prakt í Hagkaup Kringlunni fimmtudaginn 4.maí klukkan 12:30.
Hvernig væri smá hygge næstu daga?