10. Júní 2022

20% afsláttur af Green Tea

Elizabeth Arden er vörumerki sem flestir þekkja enda enginn nýgræðingur í faginu! Þekkt fyrir góðar snyrtivörur og dásamlega ilmi. Green Tea vörulínan frá Elizabeth Arden er á 20% afslætti hjá okkur út júní mánuð og því fannst mér tilvalið að segja ykkur aðeins frá mínum uppáhalds vörum frá merkinu.

Ég hef alltaf verið mjög hrifin af Green Tea línunni hennar en hún inniheldur allskonar vörur fyrir líkamann, t.d. ilmsprey, body lotion, sturtusápur og svitalyktaeyði. Vörurnar koma með mismunandi ilm, en minn nýi uppáhalds er sumarilmurinn í ár Green Tea Lychee Lime. Ilmurinn er léttur og frískandi ávaxta- og blómailmur og síðustu vikuna hef ég ekki getað hætt að spreyja þessum dásamlega ilm yfir mig.

 

 Annað uppáhald úr Green Tea línunni er Green Tea Shower Gel sem er mild og góð sturtusápa með orginal Green Tea ilminum. Sturtusápan er eins og ég sagði mild og hentar því flestum húðgerðum. Ég er sjálf með heldur viðkvæma húð en ég er mjög hrifin af þessari sturtusápu, það skemmir heldur ekkert fyrir hvað lyktin af henni er fersk og góð!

 

Annars er ég líka mjög spennt fyrir ampúlunum frá Elizabeth Arden og stefni á að prófa mig aðeins meira áfram með þær. Ég hef aðeins verið að prófa Advanced Ceramide Capsules Daily Youth Restoring Serum en það á að auka kollagen og seramíð framleiðslu húðarinnar. Ampúlurnar auka teygjanleika húðarinnar, jafna hana og gefa henni meiri ljóma. Ég er búin að vera að prófa hylkin í viku og eins og staðan er núna er ég mjög ánægð með þau og hlakka til að sjá stöðuna eftir lengri notkun. Það er svo ótrúlega þægilegt að vera bara með akkúrat það magn sem þarf í hylkinu og vita þá hvað maður þarf að nota og svo er hylkið sjálft niðurbrjótanlegt.

 

Þið getið skoðað Elizabeth Arden úrvalið okkar hér.

 

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup