13. Janúar 2026

Girnileg taco fiskiskál

Í tilefni Heilsudaga í Hagkaup er fiskur frá Sjávarbúrinu á 15% afslætti og því tilvalið að prófa nýja og ljúffenga fiskrétti. Helga Magga útbjó girnilega taco-fiskiskál sem sló í gegn og mælum eindregið með að prófa.

Innihald:
Þorsksteikur ca.200g á mann
Brún hrísgrjón, 2 bollar
3-4 lítil avocado til að útbúa guacamole
Guacamole dip mix frá santa maria
Paprika, rauðlaukur eða það grænmeti sem þú elskar
Kotasæla
Salsa sósa
Crispy chilli olía

Þorskurinn er hitaður við 180 gráður í 20-25 mínútur og á meðan eru hrísgrjónin soðin, guacamole-ið útbúið og grænmetið skorið. 

Þú setur svo hrísgrjónin í botninn, grænmetið ofan á ásamt fiskinum, toppar svo með guacamole, kotasælu, sósum frá el taco truck og crispy chilli olíu.

Sjá myndband hér