19. September 2025
Hagkaup tekur þátt í Leikandi laugardegi í Smáralind 🎉
Hagkaup tekur þátt í Leikandi laugardegi í Smáralind laugardaginn 20. september þar sem verður sannkölluð fjölskylduhátíð með fullt af fjöri og skemmtun.
Í Smáralindinni verður boðið upp á andlitsmálningu, krap og kandífloss fyrir börnin og gesti. Einnig verður skemmtileg dagskrá á sviðinu þar sem Ronja Ræningjadóttir kíkir í heimsókn, kátir krakkar úr Ungleikhúsinu stíga á stokk og Tónafljóð flytja öll helstu Disney-lögin.
Af þessu tilefni bjóðum við í Hagkaup 20% afslátt af bangsum, litum og litabókum, föndri og perlum. Haggi okkar kemur og heilsar uppá krakkana kl. 13:00.
Við hlökkum til að sjá ykkur í Smáralind á morgun og taka þátt í skemmtilegum degi með fjölskyldunni. 🎉