Vinsamlegast ath!

Á Tax free getur verið seinkun á afhendingu pantana úr vefverslun.

6. Mars 2023

Hagkaup afhendir Rauða krossinum 2.3 milljónir

Mánudaginn 6.mars afhentu forsvarsmenn Hagkaups Rauða krossinum 2.3 milljónir sem söfnuðust í verslunum Hagkaups í vikunni.

Í síðust viku stóð Hagkaup fyrir söfnun fyrir Rauða Krossinn vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi. Viðskiptavinum bauðst að styrkja söfnunina með því að bæta 500 krónum við innkaup sín sem runnu til söfnunarinnar og Hagkaup lagði fram upphæð í mótframlag. Það var Arndís Arnardóttir, starfsmannastjóri Hagkaups sem afhenti Björgu Kjartansdóttur sviðsstjóra yfir fjáröflunar- og kynningarmálum Rauða krossins styrkinn.

“Rauði krossinn vinnur gríðarlega mikilvægt starf og við þökkum okkar frábæru viðskiptavinum sem tóku þátt í söfnuninni fyrir þeirra rausnarlega framlag. Það er þeim að þakka að við afhendum Rauða Krossinum þennan styrk í dag, takk fyrir að taka þátt í þessu með okkur”.