4. September 2025

Hagkaup styður bakstursmaraþon til styrktar Berginu headspace

Það er okkur bæði ljúft og skylt að styðja við bakstursmaraþonið sem fram fer í Melgerði 21 í Kópavogi 6.–7. september, en þar er minningu Guðna Alexanders Snorrasonar heiðrað með hlýju og samstöðu. Guðni starfaði um tíma hjá Hagkaup og á því sérstakan stað í okkar hjarta.

Viðburðurinn er tileinkaður honum og markar leið fjölskyldu hans til að breyta erfiðum degi í birtu og styrk með því að baka í sólarhring til stuðnings Berginu headspace.

Við erum stolt af því vera styrktaraðili þessa merka viðburðar og viljum við um leið færa okkar bestu þakkir til þeirra frábæru birgja sem standa með okkur í þessu verkefni. Þar má nefna Innnes, Nóa Síríus, MS, Mylluna og Banana, sem allir leggja sitt af mörkum til að gera bakstursmaraþonið að lifandi og minnisstæðum viðburði.

Saman sýnum við að með samhug og samstöðu má breyta sorg í kærleiksríka stund sem skapar von og styrkir samfélagið.