26. Apríl 2023

Hagkaup styrkir Orðalykil

Hagkaup er eitt þriggja íslenskra fyrirtækja sem styrkja menntatæknifyrirtækið Mussila til að gefa út og veita þjóðinni ókeypis aðgang að íslenska lestrar- og málörvunarforritinu Orðalykli. Að styrkveitingunni standa einnig fyrirtækin A4 og Mjólkursamsalan. Mussila hlaut jafnframt styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála á vegum félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins til að gera Orðalykilinn að veruleika.

Lestr­ar- og málörvun­ar­for­ritið Orðalyk­ill kenn­ir und­ir­stöðuþætti lest­urs og læsis og nýtir Mussila sér kjarna­lausn­ir ís­lensku mál­tækni­áætl­un­ar­inn­ar til að þróa forritið. Höfundar þess eru tal­meina­fræðing­arn­ir Ásthild­ur Bj. Snorra­dótt­ir og Bjart­ey Sig­urðardótt­ir ásamt Mussila ehf. Saman hefur teymið áratugalanga reynslu í að útbúa kennsluefni fyrir börn og hefur teymið áður þróað Orðagull, Mussila Music og Mussila WordPlay. Mussila teymið hefur unnið til fjöldaalþjóðlegra verðlauna fyrir menntalausnir sínar, nú síðast Bett verðlaunin í Lundúnum fyrir Bestu alþjóðlegu menntalausnina.

Orðalykillinn mun nýtast öllum börnum til að læra að lesa og skilja íslensku. Aðfluttum Íslendingum með erlendan uppruna, íslenskum börnum sem búa erlendis og öllum öðrum sem vilja læra okkar ástkæra og ylhýra tungumál. Um er að ræða gagnvirka kennslulausn sem ýtir undir snemmtæka íhlutun, málörvun og læsi.

Orðalykillinn er aðgengilegur á öllum helstu snjalltækjum, bæði til að nota heima og í skólum landsins, öllum að kostnaðarlausu.