heimadekur, heimaspa, kósýkvöld, dekur

6. Janúar 2023

Heimadekur

Nú þegar jólin eru búin og fimm mánudaga janúar hafinn er mikilvægt að huga að sjálfu sér. Gott dekur fyrir hár, líkama og andlit er tilvalið á þessum tíma. Gefa sér smá stund í að græja heimadekur og hafa það huggulegt. Mig langar að gefa ykkur smá dæmi um heima dekurstund fyrir hár, líkama og andlit.

Hárdekur

hárumhirða, sjampó, hármaski, nuddbursti, hárhandklæði, hárdekur

Það er tilvalið að byrja hárdekrið á hárþvotti. Garnier Fructis Hair Food sjampóin eru tilvalin í verkið en þau eru með 98% náttúrulegum innihaldsefnum og hreinsa hárið mjög vel. Ég mæli með að nota sjampó nuddbursta til að gera extra vel við sig og líka til þess að ná öllum óhreinindum úr hársverðinum. Pink sjampó nuddburstinn frá Lee Stafford er æðislegur og nuddar vel og örvar blóðflæðið í hársverðinum. Á eftir sjampóinu er gott að para það með hármaska í stíl en Garnier Fructis Hair Food maskarnir eru æði og það er hægt að finna bæði sjampó og næringu fyrir mismunandi hárgerðir. Til þess að þurrka hárið er svo fullkomið að grípa í Microfiber Hair Wrap frá Cleanlogic. Handklæðið er úr örtrefjaefni og þurrkar hárið mjög vel og hratt og þau fara betur með hárið en hefðbundin handklæði.

 

Líkaminn:

húðumhirða, líkamsdekur, body lotion, body serum, body scrub, olía, dekur, heimaspa, heimadekur

Byrjum þetta dekur á heitu og góðu freyðibaði. Er eitthvað sem róar líkamann meira en lavender bubblubað? Dr. Teals freyðibaðið er tilvalið í þetta verkefni en það inniheldur blöndu af epsom salti og ilmkjarnaolíum sem breyta venjulegu baði í algjört slökunar spa. Eftir baðið væri hægt að skrúbba kroppinn með líkamsskrúbb frá AK Pure Skin en hann hjálpar okkur að losna við dauðar húðfrumur og örvar blóðrásina. Húðin verður silkimjúk og tandurhrein og því tilbúin í áframhaldandi dekur. Eftir baðið og skrúbbinn er kominn tími til þess að næra húðina vel og vandlega. Það er hægt að nota annað hvort líkamskrem eða líkamsserum, eða bara bæði! Líkamsserumin frá b.fresh eru frábær og ég myndi líklega grípa í let‘s bounce firming body serum en það inniheldur meðal annars hýalúrón sýru, níasínamíð og e-vítamín svo það er sannkölluð næringar- og rakabomba fyrir húðina. Sem dæmi um frábært líkamskrem má nefna Glycolic Fix Body Lotion frá Nip+Fab en það bæði mýkir og jafnar áferð húðarinnar ásamt því að gefa djúpann raka. Fyrir þau sem vilja taka dekrið skrefinu lengra er hægt að maka góðri olíu á kroppinn. Pure Argan Oil frá Moroccanoil er dásamleg og er 100% hrein arganolía sem er einstaklega rakagefandi og rík af E-vítamíni.  Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma þreyttum fótum. OPI Pro Treatment Socks eru frábærir fótamaskar sem tríta tásurnar þínar með e-vítamíni, shea smjöri og kókosolíu svo þær verða silkimjúkar og dásamlegar.

 Andlitið:

maski, leirmaski, dekur, heimaspa, augnmaski, húðumhirða, kósýkvöld, maskakvöld

Elska ekki öll gott maskakvöld? Það er hægt að nota mismunandi maska og sama kvöldið er alveg hægt að nota tvo maska. Byrjum á hreinsimaska frá Khiel's. Rare Earth Deep Pore Cleansing Masque er leirmaski en hann hreinsar óhreinindi og olíur af húðinni ásamt því að draga saman húðholur. Maskinn skilur húðina eftir hreina og fína og til þess að bæta um betur er hægt að fara næst í góðan rakamaska. Drink up 10 minute Mask frá Origins er tilvalinn hér því hann þarf bara að vera á húðinni í 10 mínútur. Um er að ræða kremkenndan maska sem pakkar húðina af raka, algjör snilld sérstaklega núna yfir vetrartímann þegar húðin á það til að verða þurr í kuldanum. Á meðan rakamaskinn er að vinna er hægt að nýta tímann og setja líka augnmaska á augnsvæðið. Imprinting Eye Mask frá Bioeffect eru frábærir augnmaskar sem næra húðina í kringum augun, gefa góðan raka og draga úr þrota í kringum augun en þeir innihalda meðal annars hýalúrónsýru og glýserín.

 

Það geta öll útbúið sitt heimadekur og aðlagað það að sínum þörfum. Það þarf alls ekki að gera allt, en við höfum öll gott af smá dekri og kósý heitum í kuldanum og svona eftir jólaösina svo ég mæli hiklaust með því að við finnum okkur öll þó ekki væri nema 30 mínútur næstu vikuna til þess að gefa okkur rými í að slaka smá á og dekra við okkur. Það er nánast botnlaust úrval af frábærum dekur vörum hér á vefnum og í verslunum Hagkaups.

 

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup