10. September 2025
Það er komið að Heilsudögum í Hagkaup!
Dagana 11.–21. september verða fjölmargar spennandi heilsutengdar vörur á tilboði í verslunum Hagkaups. Heilsudagar hafa verið haldnir árlega í janúar og september um langt skeið og vaxið jafnt og þétt með hverju árinu.
Að þessu sinni er yfirskriftin „Heilsumst fyrir okkur sjálf“ því heilsa er margs konar og þarf ekki endilega að krefjast mikils tíma, heldur má gera hana að hluta af daglegu lífi. Hvort sem það er að rölta í búðina, taka smá hugleiðslu eða velja næringarríkan mat með fjölskyldunni, þá skiptir öllu máli að gera það fyrir okkur sjálf og okkar vellíðan.
Á Heilsudögum í Hagkaup verður að venju boðið upp á fjölbreytt tilboð á vítamínum, bætiefnum og öðrum heilsutengdum vörum. Samfélagsmiðlar Hagkaups verða einnig helgaðir heilsunni, bæði þeirri andlegu og líkamlegu og þar verður hægt að fylgjast með fróðlegu og skemmtilegu efni.
Á Heilsudögum verður einnig boðið upp á skemmtilega viðburði. Mánudaginn 17. september kl. 17:30 leiðir ofurhlauparinn Rakel María hlaupaæfingu í Heiðmörk þar sem þátttakendur fá tækifæri til að prófa einn Bakgarðshring undir hennar leiðsögn. Við hvetjum alla áhugasama til að mæta og taka þátt!
Smelltu hér til að sjá viðburð
Matreiðslunámskeið með Helgu Möggu verður fimmtudaginn 18. september frá 17:30 – 19:00 í Hagkaup Smáralind, en hún mun sýna okkur hvernig á að útbúa æðislega góða rétti sem eru stútfullir af hollustu á skemmtilegan og einfaldan hátt! Hún mun líka deila snjöllum ráðum fyrir annasama daga og spjalla um hvernig næring getur gert daginn léttari og betri.