14. Janúar 2026
Heilsumst á Heilsudögum!
Heilsudagar í Hagkaup hefjast 15. janúar og það verða frábær tilboð og fjölbreytt úrval fyrir alla sem vilja huga að heilsunni. Yfir 1.000 vörur verða á afslætti, þar á meðal vítamín og heilsutengdar vörur, auk kjúklings og fisks á frábæru verði.
Í verslunum Hagkaups finnur þú allt sem styður við betri líðan, frá hollum mat til næringarríkra og heilsutengdra vara og við hvetjum alla til að kíkja við og skoða úrvalið.
Laugardaginn 17. janúar kl. 12:00-15:00 verður Heilsumarkaður í Hagkaup Smáralind. Á markaðnum verður fjölbreytt úrval heilsutengdra vörumerkja með kynningar, smakk og ráðgjöf, svo þú getur fengið hugmyndir að því sem hentar þér og þínum markmiðum.
Þar verður boðið upp á alls konar góðgæti eins og próteinvöfflur, sykurlausar sultur, próteindrykki, ásamt söltum og steinefnum, vítamínum og bætiefnum og allskonar öðrum spennandi vörum.
Helga Magga, næringarráðgjafi og áhrifavaldur, verður á svæðinu kl. 12–14 og mælir með vítamínum og bætiefnum ásamt því að bjóða upp á smakk og góð ráð. Svo kíkir Haggi í heimsókn til að gleðja káta krakka.
Hagkaup og VIT-HIT verða með golfhermi fyrir utan Hagkaup Smáralind þar sem gestir og gangandi geta fengið að spreyta sig.
Á heilsudögum verður einnig boðið upp á matreiðslunámskeið með Helgu Möggu þar sem áhersla verður á hollan, einfaldan og bragðgóðan mat.