7. Október 2025

Gerðu hrekkjavökuförðunina með því sem þú átt í snyrtitöskunni

Hrekkjavakan nálgast og það eru mörg sem láta sig hlakka til. Búðirnar okkar eru fullar af allskyns hrekkjavöku varningi en við lumum líka á ráðum fyrir þau sem eru á síðustu stundu og vilja bjarga sér á hlutum sem eru mögulega bara til í snyrtitöskunni.

Það má til dæmis útbúa gerviblóð úr varalit og gloss! Í rauninni getur þú notað hvaða rauðtóna og jafnvel brúnleita varaliti í verkið en suede matte lipstic frá NYX Professional Makeup í litnum 06 LALALAND er til dæmis tilvalinn fjólubrúnn litur í verkið.

Rauðari varalitur eins og Russian Red frá MAC virka líka. Varalitnum er svo blandað við gloss til þess að fá blóð áferð. Þá er gloss eins og Lifter Gloss fá Maybelline í litnum 23 Sweetheart tilvalinn eða jafnvel butter gloss frá NYX í litnum Rocky Road. Báðir glossar eru rauðtóna bara mis dökkir. Ef þú átt ekki rauðtóna gloss er vel hægt að nota glært gloss en þá er betra að hafa djúp rauðan og jafnvel smá fjólu- eða brúntónavaraliti með.

Við ætlum að vera dugleg að deila hugmyndum fyrir hrekkjavökuna á samfélagsmiðlana okkar svo endilega fylgist vel með þar ef ykkur vantar innblástur.

Hagkaup á Instagram & Tiktok