Vinsamlegast ath!

Á tax free getur verið lengri bið eftir pöntunum úr vefverslun vegna fjölda pantana.

9. Maí 2024

Húðvörur frá Clinique

Dagana 9.-15. maí eru Clinique dagar í verslunum Hagkaups og hér á Hagkaup.is. Allar vörur frá Clinique eru á 20% afslætti og kaupauki fylgir þegar keyptar eru vörur frá Clinique fyrir 9.800kr eða meira (gildir meðan birgðir endast). Í tilefni Clinique daga ætlum við að segja ykkur aðeins frá nokkrum vilsælum vörum frá vörumerkinu.

Moisture surge Intense 72-hour Lipid-Replenishing Hydrator

Ríkulegt krem gel sem inniheldur virkt aloe-vera og koffín sem veita húðinni stöðugan raka. Kremið gefur húðinni strax raka og heldur húðinni rakri í allt að 72 klukkustundir. Kreminu er ætlað að styrkja rakavarnir húðarinnar og róa hana. Kremið er olíulaust en skilur húðina eftir pakkfulla af raka, næringu og alveg silki mjúka.

Smart Clinical Repair Wrinkle Correcting Cream

Andlitskrem sem ætlað er að vinna á hrukkum og fínum línum auk þess að næra húðina og gefa henni ljómandi yfirbragð. Kreminu er ætlað að styrkja uppbyggingu húðarinnar, draga úr fínum línum og hrukkum og efla náttúrulegt kollagen húðarinnar. Með notkun á kremið að láta húðina virka unglegri ásamt því að hún verði raka meiri en áður.

Moisture surge Hydrating Supercharged Concentrate

Fislétt gel sem fyllir húðina af raka og andoxunarefnum svo húðin virðist fyllri og sléttari. Um er að ræða virkan rakagjafa sem frískar vel uppá húðina og veitir henni raka í allt að 72 klst. Gelið vinnur gegn þurrki og streituvöldum í umhverfinu og skilur hana eftir fulla af raka. Gelið inniheldur meðal annars hýalúrónsýruagnir og virkt aloe-vera vatn.

Vöruvalið frá Clinique er fölbreytt og flott svo flest ættu að geta fundið sér vörur við hæfi, hvort sem það vantar vörur í förðunina eða fyrir húðumhirðuna. Það er hægt að skoða allar vörur frá Clinique hér.