25. Nóvember 2025
Búðu til ljúffengan ís með ísvélinni frá Casper Sobczyk
Ísvélin frá Casper Sobzyk býður upp á 12 ólík prógrömm þannig að þú getur galdrað fram allt frá ís og gelato yfir í slushy, sorbet, mjólkurhristinga, frozen yogurt, ískalda drykki og margt fleira. Casper Sobczyk er danskur kokkur og yfirmatreiðslumaður veitingastaðarins CAPA í Kaupmannahöfn, þekktur fyrir skapandi og einstaka matargerð og hefur bæði komið fram í sjónvarpi og gefið út vinsæla kokkabækur.
Snertiskjárinn gerir allt ferlið bæði einfalt og skemmtilegt – þú bara velur, ýtir og vélin sér um rest! Með í pakkanum eru þrjú 500 ml ílát svo þú getur útbúið nokkrar bragðtegundir í einu og leyft öllum að finna sinn uppáhaldsís.
Jólaís með piparköku & karamellu (fyrir ísvél)
500 ml rjómi
250 ml mjólk
120 g sykur
1 tsk vanilluextract
1 tsk kanill
½ tsk negull (malaður)
½ tsk engifer (malað)
1 eggjarauða (má sleppa, gefur aðeins ríkara ís)
6–8 piparkökur, muldar gróft
3–4 msk þykk karamellusósa
Aðferð
Hitið mjólk, rjóma og sykur á potti yfir vægum hita þar til sykurinn leysist upp. Ekki láta sjóða. Ef þú notar eggjarauðu: þeyttu hana létt og helltu síðan heitu rjómablöndunni hægt út í hana á meðan þú hrærir stöðugt. Settu svo blönduna aftur í pottinn og hitið þar til hún þykknar aðeins. Taktu af hitanum og bættu við vanillu, kanil, negul og engifer. Leyfðu blöndunni að kólna alveg inn í ísskáp. Helltu blöndunni í ísvélina og keyrðu samkvæmt leiðbeiningum þar til ísinn verður kremkenndur. Þegar aðeins er eftir að hræra, bættu þá muldum piparkökum saman við. Settu ísinn í box, dreifðu smá karamellusósu yfir og svo er það bara að njóta.