1. Október 2025
Ítalskir dagar í Hagkaup – komdu og upplifðu alvöru ítalska stemningu í Hagkaup frá 2.–12. október.
Frá 2. til 12. október býður Hagkaup viðskiptavinum sínum í sannkallaða ítalska veislu þar sem ekta bragð og ítalsk matargerð stýra för. Í verslunum Hagkaups er að finna stærsta og fjölbreyttasta úrval af ítölskum matvörum á markaðnum í dag, allt frá sígildum pastategundum, fersku Garafalo pasta og hrísgrjón í dásamlegt L’Olmo risotto, yfir í silkimjúkt pestó og bragðmiklar pastasósur sem fær þig til að líða eins og þú sért staddur á trattoria í Róm.
Á hillunum má einnig finna ljúffengt álegg og gómsæta osta, allt frá þunnt sneiddum Fumagalli og Terre Ducali áleggjum, yfir í buffalo mozzarella, rjómalagaðan mascarpone og klassíska harðosta á borð við parmesan, pecorino og grana padano, fullkomið á antipasti-bakka eða í ítalska pastarétti. Til viðbótar má nefna gullfallegar lífrænar Bio Orto ólífuolíur, glæsilegar Il Boschetto gjafavörur, Ficacci ólífur, ætiþistla og sólþurrkaða tómata sem setja töfrandi ítalskt bragð á hvern rétt.
Það er einnig úrval af ljúffengum eftirréttum, freistandi semifreddo tertur, klassísk tiramisú og hátíðlegt panettone frá Fraccaro. Ísáhugafólk fær ekki annað en bestu upplifunina með Menodiciotto gelato og hinn ómótstæðilega Dulce de leche. Að auki er boðið upp á ferska og freyðandi drykki frá San Pellegrino og Lavazza kaffi sem fæst nú á 20% afslætti, fullkomið í ekta ítalskan affogato eða bara sem góður kaffisopi yfir daginn.
„Ítölsku dagarnir eru alltaf einn af skemmtilegustu viðburðum ársins hjá okkur,“ segir Vignir Þór Birgisson, vörustjóri matvöru hjá Hagkaup. „Við leggjum áherslu á að kynna vörur sem endurspegla gæði, hefðir og nýjungar frá Ítalíu, þannig fá viðskiptavinir bæði innblástur í eldhúsið og upplifun í versluninni.“
Mánudaginn 6. október kl. 18:30-20:00 ætlar sælkerinn Berglind Guðmundsdóttir að leiða okkur í gegnum ítalska matarmenningu og deilir sinni ástríðu fyrir mat, ferðalögum og hefðum. Berglind hefur ferðast víða um Ítalíu, kynnt sér matarmenningu landsins í dýpt og leitt hópa þangað, svo hún mun veita innsýn sem bæði er fræðandi og ljúf.
Dagsetning: Mánudagurinn 6. október
Staðsetning: Hagkaup Smáralind
Tími: 18:30 – 20:00
Verð: Gjaldfrjálst.
Aldurstakmark: 20 ára (kynning á léttvíni í boði)
Léttar veitingar í boði
Smelltu hér til að skrá þig
Athugið: Takmörkuð sæti, vinsamlegast afskráið ykkur ef þið getið ekki nýtt sætið