16. Desember 2022

Jólagjafir fyrir hárið

Nú nálgast jólin óðfluga og það er komið að síðustu jólagjafahugmynda færslunni þetta árið. Jólagjafir fyrir hárið, það má ekki gleyma hárinu! Það eru nefnilega til ótrúlega flottir gjafakassar hjá okkur sem eru sérsniðnir fyrir hár.

hárvörur, hársprey, hitavörn, þurrsjampo, jólagjöf

Antonio AXU Gjafasett

Þetta fallega gjafasett inniheldur hitavörn, hársprey og þurrsjampó. Hárspreyið er með góðu haldi en er auðvelt að greiða úr. Þetta sett er frábært og inniheldur það sem þarf fyrir fallega hárgreiðslu. Vörurnar í settinu eru allar í fullri stærð og því er kassinn á mjög góðu verði. Algjör snilld í pakkann fyrir þá sem eiga allt, það má alltaf á sig hárvörum bæta.

John Frieda, hárvörur, sjampó, hárnæring, hársprey, meiri lyfting, volume, Lína Birgitta, gjafakassi, jólagjöf

John Frieda Gjafakassi x Lína Birgitta

Skemmtilegt gjafabox frá John Frieda sem inniheldur fjórar vörur úr Volume Lift línunni í fullri stærð. Um er að ræða uppáhalds hárvörur Línu Birgittu, en hún valdi þær vörur sem hún notar til þess að fá aukna lyftingu í hárið. Kassinn inniheldur sjampó, hárnæringu, root booster og hársprey. Vörurnar hjálpa þér að ná góðri lyftingu í hárið án þess að þyngja það. Þessi kassi er frábær í jólapakkana, en líka tilvalin gjöf frá þér til þín fyrir jólin!

Garnier, náttúrulegar snyrtivörur, sjampó, hármaski, gjafakassi, jólagjöf, hárvörur

Garnier Fructis Hair Food Banana Shampoo & Mask

Dásamlegt jólasett með sjampó og maska sem eru með 98% náttúrulegum innihaldsefnum og eru sérstaklega nærandi án þess að þyngja hárið. Maskinn er sérstaklega hannaður fyrir þurrt hár og er vegan! Algjör snilld fyrir þá sem vantar smá auka raka í hárið sitt. Ég hef notað þennan maska mikið og hann er algjört æði fyrir þurrt hár, ég tala nú ekki um svona á veturna þegar hárið þarf extra ást.

Ég vona að ykkur gangi öllum vel að klára jólagjafirnar. Ef það er eitthvað eftir þá er um að gera að kíkja á gjafakassaflóðið okkar hér .