16. Nóvember 2023

Kæru jólasveinar

Kæru jólasveinar, nú styttist í að þið mætið til byggða hver á fætur öðrum til þess að gleðja kát börn um land allt. Í Hagkaup er ótrúlega gott úrval af leikföngum sem er tilvalið fyrir ykkur sveinkana að skoða áður en þið farið af stað. Það vill líka svo heppilega til að 16.-20. nóvember er tax free* af öllum leikföngum og þið getið því gert einkar góð kaup hjá okkur! Til þess að auðvelda ykkur innkaupaferðina ætlum við að deila með ykkur nokkrum hugmyndum af skemmtilegum skógjöfum.

Það getur til dæmis verið ótrúlega gaman að fá ýmiskonar föndur í skóinn. Það getur líka stytt biðina eftir jólunum til muna. Við eigum til dæmis mikið og gott úrval af perlum og perluspjöldum en þau má meira að segja kaupa í tilbúnum pökkum líkt og þessum hér. Það er líka til gott úrval af leir og slími sem getur aldeilis slegið í gegn.

Lego og playmo getur líka verið góð skógjöf. Það er hægt að fá staka playmo kalla til þess að bæta við playmo heiminn. Sem dæmi um skemmtilegar fígúrur má nefna geimfara og bakara. Í Lego flokknum er líka til hellingur af skemmtilegum, litlum fígúrum sem hægt er að dunda sér við að setja saman. Afmælistrúðurinn er gott dæmi um slíkan pakka sem passar svona líka vel i litla skó.

Spil geta líka verið góð leið til þess að láta tímann líða örlítið hraðar þegar jólabiðin er orðin virkilega löng. Spilaleikir 4 in 1 eru ótrúlega sniðug en það eru spil fyrir 2-4 leikmenn 4 ára og eldri. Hver pakki inniheldur spil og leiðbeiningar fyrir fjögur mismunandi spil. Þessi spil má fá í mörgum tegundum t.d. Frozen II, Justice League og Trolls.

Úrvalið er til staðar kæru jólasveinar, það er bara spurning um að láta hugmyndaflugið laust og finna skemmtilegar skógjafir fyrir börnin sem bíða svo spennt.

Hægt er að skoða leikfanga úrvalið á Hagkaup.is með því að smella hér.  

*Tax free jafngildi 19,36% afslætti.