11. September 2023

Kínóasalalt með vatnsmelónu

Við fengum hana Sylvíu Haukdal annar eiganda 17 Sorta og sælkera með meiru til þess að setja saman girnilegar uppskriftir þar sem eldgrillaði kjúklingur Hagkaups kemur við sögu. Eldgrillaði kjúklingurinn er ljúffengur einn og sér en það er bæði einfalt og fljótlegt að skera hann niður og bjóða upp á hina ýmsu rétti sem bæði gleðja augu og maga.

Kínóasalat með vatnsmelónu

1/2 vatnsmelóna

Eldgrillaður kjúklingur

4 lauf grænkál

1 stk rauðlaukur

1/3 stk rauðkál (ferskt)

1 stk rauð paprika

150g kínóa

1 stk fetaostur (hreinn)

1 stk lime

2 msk ítalía ólivu olía

salt (eftir smekk)

pipar (eftir smekk)

3 msk balsamik

 

1. Við byrjum á því að sjóða 150g kínóa samkvæmt leiðbeiningum á pakkingu (muna að salta vatnið).

2. Skerum niður vatnsmelónu, rauðlauk,rauðkál, grænkál, papriku, kjúkling og fetaost.

3. Þegar kínóað hefur kólnað blöndum við öllu vel saman ásamt ólivuolíu, salti, pipar, balsamik og safan úr lime.

Þá er ekkert eftir nema njóta!