3. September 2025
Latabæjarhátíð í Hagkaup Smáralind
Á laugardaginn 6. september verður sérstök Latarbæjarhátíð í Hagkaup Smáralind frá klukkan 12:00–14:00 þar sem við fögnum frábærri þátttöku í sumar og ljúkum Latarbæjarleiknum með stæl.
Gestir geta komið með stigin sín og fengið verðlaun fyrir flottan árangur. Á svæðinu verður enginn annar en Íþróttaálfurinn, sem tryggir fjör, hreyfingu og gleði fyrir alla fjölskylduna.
Þetta er kjörin leið til að kveðja sumarið með bros á vör.
Við hlökkum til að sjá ykkur í Hagkaup Smáralind!