19. Janúar 2026

Lax með asísku salati

Á Heilsudögum er fiskur frá Sjávarbúrinu á 15% afslætti. Það er því um að gera að nýta tækifærið, prófa nýjar og skemmtilegar fiskuppskriftir og gera vel við sig með hollum og ljúffengum mat.

Berglind hjá Gotterí og gersemum bjó til æðislega uppskrift að safaríkum lax með spennandi asísku ívafi og brakandi ferskt salat sem smellpassar saman og gera réttinn bæði léttan og bragðmikinn.

Lax með asísku salati
Fyrir 4-5 manns

Asískt salat uppskrift
200 g gulrætur (rifnar)
200 g rauðkál (skorið smátt)
100 g kínakál (skorið smátt)
250 g edamame baunir
400 g Udon núðlur frá Miyamoto (eldaðar)
60 g salthnetur (saxaðar)
2 msk. kóríander (saxað)

Blandið öllu saman í skál og njótið með grilluðum laxi.

Hnetu og soya dressing
60 g hnetusmjör (smooth)
3 msk. sætt hrísgrjónaedik
6 msk. soyasósa
4 msk. hlynsýróp
1 tsk. ristuð sesamolía

Pískið öll hráefni saman og hellið yfir grænmetið, blandið saman.

Lax eldun
5 laxasteikur frá Sjávarbúrinu
Garlic – teriyaki sósa frá Stonewall Kitchen (1/2 flaska)
Hitið ofninn á grillstillingu í 200°C.
Raðið laxasteikunum í eldfast mót/ofnskúffu.
Setjið vel af garlic-teriyaki sósu á hvern bita.
Eldið í 10-15 (eftir stærð bitanna)

Sjá myndband hér