7. Júlí 2025

Leyndardóminn bakvið pítsubaksturinn

Árni Þor­varðar­son bak­ara­meist­ari og fag­stjóri við Hót­el- og mat­væla­skól­ann í Kópa­vogi er gest­ur Sjafn­ar Þórðardótt­ur, í þætt­in­um Log­andi ljúf­fengt, að þessu sinni. Árni hef­ur mikla ástríðu fyr­ir pítsu­bakstri og elsk­ar fátt meira en að nostra við pítsurn­ar. Allt hrá­efnið fæst í Hag­kaup.

Hann leik­ur list­ir sín­ar í þætt­in­um og af­hjúp­ar leynd­ar­dóm­inn bakvið pítsu­bakst­ur­inn þegar al­vöru ít­alsk­ar pítsur skal gjöra.

„Þegar við bök­um marga­ritu-pítsu erum við ekki bara að gera máltíð, við erum að end­ur­skapa sneið af sög­unni. Þessi pítsa, sem á ræt­ur sín­ar að rekja til Napólí árið 1889, var upp­runa­lega bökuð til heiðurs ít­ölsku drottn­ing­unni Marg­her­itu af Sa­voy. Síðan er það pestó-píts­an sem er bragðmik­il, hæfi­lega ein­föld og skemmti­leg upp­skrift sem er góður val­kost­ur fyr­ir þá sem vilja njóta ít­alskr­ar mat­ar­hefðar,“ seg­ir Árni.

pizza uppskrift hagkaup shake&pizza margarita pizzadeig pizzasósa

Marga­rita- ít­alska drottn­ing­in
2-4 stk. til­búið pít­sa­deig frá Shake&Pizza
Maukaðir tóm­at­ar frá Olifa
1 mozzar­ella kúla
Fersk basilíku­blöð eft­ir smekk

Aðferð:
Bakið eins og Napólí-bak­ar­ar. Takið kúl­urn­ar út um 2 klukku­stund­um áður en þið bakið. Fletjið út með hönd­un­um á tré­spaða, ekki með köku­kefli, líkt og gert er í mynd­band­inu. Smyrjið tóm­at­maukið á botn­inn eft­ir smekk, passið að setja ekki al­veg út í end­ana. Rifið niður mozzar­ella­kúl­una og dreifið. Settu á vel upp­hitaðan pítsa­stein­inn í útipítsu-ofn­in­um og bakið við 300–400°C (ef mögu­legt) í 60–90 sek­únd­ur. Munið að snúa pítsunni þris­var meðan hún er í ofn­in­um á þess­um tíma til að hún bak­ist jafnt á öll­um hliðum, sjá mynd­band. Takið út og skreytið með basilíku­lauf­blöðum eft­ir smekk. Berið fram á kringl­ótt­um viðarplatta og njótið.

pizza uppskrift hagkaup shake&pizza margarita pizzadeig pizzasósa

Pesto-pítsa
2-4 stk. til­búið pít­sa­deig frá Shake&Pizza
Grænt pestó frá Ítal­ía
Rauðlauk­ur eft­ir smekk, skor­inn í ræm­ur
Kletta­sal­at eft­ir smekk
Hvít­lauk­stopp­ing frá Shake&Pizza
1 mozzar­ella kúla

Aðferð:
Bakið eins og Napólí-bak­ar­ar. Takið kúl­urn­ar út um 2 klukku­stund­um áður en þið bakið. Fletjið út með hönd­un­um á tré­spaða, ekki með köku­kefli, líkt og gert er í mynd­band­inu. Smyrjið pestó á botn­inn eft­ir smekk, passið að setja ekki al­veg út í end­ana. Dreifið rauðlaukn­um á pítsuna eft­ir smekk. Rifið niður mozzar­ella­kúl­una og dreifið. Settu á vel upp­hitaðan pítsa­stein­inn í útipítsu-ofn­in­um og bakið við 300–400°C (ef mögu­legt) í 60–90 sek­únd­ur. Munið að snúa pítsunni þris­var meðan hún er í ofn­in­um á þess­um tíma til að hún bak­ist jafnt á öll­um hliðum, sjá mynd­band. Takið pítsuna út og setjið á kringl­ótt­an viðarplatta, dreifið kletta­sal­ati yfir og toppið með hvít­lauk­stopp­ing dress­ingu frá Shake&Pizza. Berið fram og njótið.

pizza uppskrift hagkaup shake&pizza margarita pizzadeig pizzasósapizza uppskrift hagkaup shake&pizza margarita pizzadeig pizzasósa pestó pizzadeig

Sjá myndband hér