Vinsamlegast ath!

Á tax free getur verið lengri bið eftir pöntunum úr vefverslun vegna fjölda pantana.

11. Ágúst 2023

Litríkar förðunarvörur

Þessi vika einkennist af Hinsegin dögum en við í Hagkaup styrkjum stolt það frábæra framtak. Snyrtivörur eru svo sannarlega oft stór hluti af hátíðinni og í tilefni Hinsegin daga langar okkur að sýna ykkur nokkrar fallegar og litríkar snyrtivörur sem hægt er að nota til þess að fullkomna Pride lúkkið.

Ultimate Edit Petite Shadow Palette – NYX Professional Makeup

Falleg augnskuggapalletta með 6 litríkum augnskuggum. Pallettan er tilvalin í allskonar farðanir með regnbogum og litirnir eru litsterkir og fallegir. Formúlan í augnskuggunum er mjög fín og auðvelt að vinna með þá á húðinni. Svo er hægt að poppa enn frekar upp á förðunina með því að bæta við lituðum eyeliner eins og Epic Wear Semi Permanent Liquid Liner frá NYX PMU, en hann kemur í 8 mismunandi litum.

Lipglass – MAC

Fallegur varagloss sem kemur í öllum regnbogans litum. Glossinn gefur svona hálfgerða gleráferð á varirnar, þær verða fallega glansandi og litirnir eru svo fallegir. Mjúkur og góður gloss sem er fallegt að nota einan og sér, með fallegum varablýanti eða til þess að toppa varalitinn. Fæst bæði í látlausum og áberandi litum með miklum glans. Algjör drauma gloss!

Boombastic Crazy Mascara – Gosh Copenhagen

Maskarar í lit, það er fátt sem getur toppað litríka förðun meira en það. Þessir maskarar frá GOSH eru mjög litsterkir og þykkja og lengja augnhárin. Þessir snillingar koma í 4 litum, blár, grænn, brúnn og grár. Virkilega fallegir og góðir maskarar og það geta verið góð leið fyrir þau sem vilja bæta smá lit í förðunina á einfaldan hátt.

24/7 Glide-On Eye Pencil – Urban Decay

Endingagóðir og vatnsheldir augnblýantar í allskonar litum. Mjúk formúla sem auðvelt er að vinna með og vel hægt að blanda út. Virkilega hentugir í vatnslínuna þar sem þeir eru vatnsheldir og endast mjög vel út daginn. Þessir blýantar fást bara í Hagkaup Smáralind og hér á vefnum.

Það ættu öll að geta fundið sér litríkar snyrtivörur við hæfi hjá okkur, en allar snyrtivörur má skoða hér.