3. Júní 2022

Nýji MAC Stack maskarinn

MAC komu nýlega á markað með nýjan maskara sem hefur farið hamförum á samfélagsmiðlum, sérstaklega á TikTok. Á tímabili fór ég ekki inn á TikTok eða Instagram án þess að sjá umfjallanir um þennan magnaða maskara sem allir virtust dýrka og dá. Ég prófaði hann að sjálfsögðu, enda höfum við farið yfir það að ég er áhrifagjörn kona með óbilandi áhuga á snyrtivörum!

MAC stack mascara er maskari sem gefur endalausa lengd og greiðir augnhárin ótrúlega vel í sundur. Maskarinn klessist ekki og þú getur sett eins margar umferðir og þig langar til og bætt þannig við lengdina. Maskarinn lengir ekki bara augnhárin heldur hjálpar líka til við að bretta þau örlítið.

 Maskarinn lengir augnhárin strax við fyrstu umferð, svo er það bara þitt að ákveða hvað þú vilt mikla aukna lengd. Ég er mjög ánægð með minn og það er ótrúlega auðvelt að vinna með hann. Ég mæli með því að bíða í kannski 1 mínútu á milli umferða svo fyrri umferð nái að þorna aðeins áður en sú næsta er sett á.

 Maskarinn fæst með 2 mismunandi burstum, eini munurinn er að annar með aðeins minni greiðu, en þeir gera alveg það sama. MAC veit bara að sum okkar elska stórar maskaragreiður og aðrir elska minni greiður. Ef þú ert ekki viss hvort þetta sé maskarinn fyrir þig þá er hægt að kaupa hann í minni pakkningu til þess að prófa.

 

Þú getur skoðað og keypt MAC stack maskara á vefnum hjá okkur hér.

 

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup