31. Maí 2022

Alls fengu 7 starfsmenn menntastyrk

Við erum stolt að segja frá því að sjö starfsmenn fengu námsstyrk frá fyrirtækinu í byrjun árs

Markmið starfsmenntasjóðs Hagkaups er að auka hæfni og menntun starfsmanna, að auka ánægju í vinnu og skapa tækifæri til starfsþróunar. Sjóðurinn veitir styrki vegna náms og námskeiða sem auka hæfni í starfi, ekki eru veittir tómstundastyrkir. Það er von okkar að sem flestir sjá hversu mikilvægt það er að mennta sig til að auka möguleika sína á vinnumarkaði og í lífinu almennt. Allir geta lært, við þurfum bara að finna hvar áhugi okkar liggur og skella okkur af stað og setja okkur markmið. Það er alltaf hægt að bæta við sig þekkingu og hefur það aldrei verið mikilvægara en nú þegar fjórða iðnbyltingin er handan við hornið.