Vinsamlegast ath!

Á tax free getur verið lengri bið eftir pöntunum úr vefverslun vegna fjölda pantana.

5. Október 2022

Matarmarkaður íslenskra smáframleiðenda í Hagkaup

Íslenskir smáframleiðendur eru rokkstjörnur í okkar augum og ætlum við að hefja dagana þeirra 6. október og munu þeir standa út 16. október. Hagkaup hefur í gegnum árin unnið markvisst að því að auka samstarfið með íslenskum frumkvöðlum sem eru að taka sín fyrstu skref á innlendum matvælamarkaði. Margir þessara frumkvöðla hafa náð góðum árangri og eru í dag með vel þekktar vörur á markaði. 

 

Spennandi múslí frá Moon veitingum.

Til að auka sýnileika íslenskrar smáframleiðslu heldur Hagkaup því sérstaka dagar undir yfirskriftinni „Matarmarkaður íslenskra smáframleiðenda“ dagana 6.- 16. október

“Við leggjum mikla áherslu á að reyna að virkja og auka innlenda framleiðslu og er matarmarkaðurinn liður í því. Það er einstaklega ánægjulegt hversu vel framleiðendur hafa tekið í hugmyndina, en þeir verða um 30 talsins á markaðnum.

Sveppa svartbaunabuff er spennandi réttur frá Ellu Stínu

Úrvalið verður ekki bara viðamikið heldur líka fjölbreytt, en þar má til dæmis finna svalandi drykk úr humlum, vorrúllur, sveppabuff, sultur, sterkar sósur, te, bakkelsi, vitamín, ís, sinnep súkkulaði, pestó, múslí og svona mætti lengi telja. Það er kraftur í íslenskum matvælafrumkvöðlum og við hvetjum viðskiptavini til að kynnar sér þessar flottu innlendu vörur” segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups

 

Hops er óáfengur og svalandi drykkur búin til úr humlum.

Matarmarkaður íslenskra smáframleiðenda verður haldinn í Hagkaup Skeifunni, Kringlunni, Smáralind og Garðabæ frá 6. - 16. október.

7. október verða framleiðendur í eftirfarandi búðum
Skeifan
Kl. 12 - 14 – GeoSilica

Kl. 14 - 16 – Næra

Kringlan
Kl. 16 - 18 – Pönnukökuvagninn

Smáralind
Kl. 14 - 16 – GeoSilica

Garðabær
Kl. 16 - 18 – Ella Stína, Anna Marta, Álfagrýtan, Næra, Svava sinnep og Moon veitingar,

8. október verða framleiðendur í eftirfarandi búðum
Skeifan
Kl. 12 - 14 – Algjört nammi
Kl. 14 - 16 – Álfagrýtan og Ecospira
Kl. 16 - 18 – Moon veitingar

Kringlan
Kl. 12 - 14 – Pesto.is
Kl. 14 - 16 – Algjört nammi, Svava sinnep og Anna Marta

Smáralind
Kl. 12 - 14 – Ella Stína
Kl. 14 - 16 – Pesto.is

Garðabær
Kl. 12 - 14 – Hilex
Kl. 16 - 18 - Næra, Algjört nammi og Teko