19. September 2025

Frábær mæting á matreiðslunámskeið með Helgu Möggu í Hagkaup Smáralind

Matreiðslunámskeið með Helgu Möggu sem fram fór fimmtudaginn 18. september í Hagkaup Smáralind, tókst einstaklega vel. Námskeiðið var haldið í samstarfi við MS og voru sæti takmörkuð sem fylltust upp á örskotsstundu.

Helga Magga sýndi gestum hvernig hægt er að útbúa einfaldar og bragðgóðar uppskriftir sem eru fullar af hollustu og orku. Hún deildi jafnframt nytsamlegum ráðum fyrir annasama daga og ræddi hvernig rétt næring getur haft jákvæð áhrif á daglegt líf.

Þetta var í þriðja sinn sem Hagkaup heldur námskeið með Helgu Möggu og hefur hún hlotið frábærar viðtökur í hvert skipti. „Við leitum alltaf að einföldum og næringarríkum uppskriftum sem nýtast í daglegu lífi og Helga hittir alltaf í mark með sínar hugmyndir,“ segir Eva Laufey Kjaran, markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups.

Námskeiðið var hluti af heilsudögum Hagkaups sem hafa verið haldnir undanfarin ár með fjölbreyttum viðburðum tengdum heilbrigði og fræðslu. Þeir hafa notið síaukins vinsælda og stækkað ár frá ári. „Við ætlum áfram að byggja ofan á okkar sérstöðu í heilsu og bjóða viðskiptavinum okkar upp á skemmtilegar og lærdómsríkar upplifanir,“ bætir Eva Laufey við.