Vinsamlegast ath!

Á Tax Free getur orðið seinkun á afhendingu pantana úr vefverslun.

5. Maí 2022

Mín „must have“ á Tax Free

Út miðvikudaginn eru Tax Free dagar í verslunum okkar og hér á vefnum. Af því tilefni langaði mig að segja ykkur frá nokkrum vörum sem ég hef verið að nota og myndi grípa með mér á Tax Free fyrir sumarið. Ég elska að prófa nýjar vörur og finnst Tax Free alveg tilvalið til þess að leyfa mér að skoða og prófa eitthvað sem hefur verið lengi á óskalistanum.

Real Techniques burstar
Ég elska Real Techniques burstana og næli mér alltaf í einhverja bursta eða svampa á Tax Free, enda koma reglulega nýjar og spennandi vörur frá þeim. Nýlega komu Real Techniques á markað með æðislega nýja línu af burstum ætlaðar í húðumhirðuvörur. Burstalínan kallast Skinimalist og fæst hér á vefnum. Ég er mjög hrifin af Face+Eye Jar Brush Duo úr þeirri línu. Þessir burstar eru með bursta á öðrum endanum og lítinn spaða á hinum til þess að nota í krem svo fólk sé ekki að smella skítugum fingrum í krem krukkurnar sínar. Ef þú ert að leita að góðum burstum á góðu verði í snyrtitöskuna þá mæli ég með að skoða Real Techniques.

 

Smashbox Always On augnskuggar
Ég er algjör sökker fyrir góðum kremvörum og þessir kremaugnskuggar frá Smashbox hittu aldeilis í mark hjá mér! Ótrúlega auðvelt að blanda þá og vinna með þá og til svo margir og fallegir litir.. Augnskuggarnir eru mattir, með flauelismjúka áferð og endast mjög vel á augunum. Ég myndi segja að þessir væru frábærir í ferðalagið og verða eflaust mikið notaðir á mínu heimili í sumar. 

Chito Care Serum maski
Fyrir þau sem ekki þekkja Chito Care þá er það Íslenskt snyrtivörumerki með hágæða húðumhirðuvörur. Serum maskinn þeirra er algjör rakabomba og er fullkominn eftir sólríka daga í sumar til þess að stútfylla húðina af raka og næringu. Það skemmir ekki fyrir að maskinn leysist upp í heitu vatni og er að því leyti mjög umhverfisvænn. Maskinn inniheldur meðal annars kítósan og hýalúrón sýrur sem hjálpa húðinni að binda raka og ýta undir kollagen framleiðslu húðarinnar. Andlitið verður svo mjúkt og ljómandi eftir notkun og svo er nóg serum í pakkanum til þess að maka á allan líkamann.

Sensai Bronzing Gel
Þetta er snyrtivara sem ég vissi ekki að ég þyrfti í líf mitt áður en ég prófaði hana fyrst. Þvílík snilldar vara. Létt og gott gel sem gefur húðinni ljóma og smá lit, svona eiginlega hið fullkomna sólkyssta útlit! Ég nota gelið stundum sem fljótandi bronzer en oftast blanda ég því saman við litað dagkrem eða BB krem eða nota það hreinlega eitt og sér þegar ég nenni ómögulega að hafa fyrir því að farða mig. Húðin verður svo falleg með Sensai Bronzing gelinu og formúlan er mjög létt og góð og auðvelt að vinna með hana.

Ég gæti eflaust tekið mér nokkra daga, jafnvel vikur í að skrifa um vörur sem mig langar að kaupa og prófa eða hef notað lengi og dýrka og dái en það myndi líklega enginn nenna að lesa það allt saman svo ég læt þetta duga í bili.
 
Höf: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup