16. Júlí 2025
Munum eftir sólarvörninni
Við hugsum oft um sólarvörn sem eitthvað sem við grípum með í ferðalag eða berum á okkur við sérstakar aðstæður en staðreyndin er sú að sólarvörn ætti að vera í okkar daglegu rútínu líkt og tannburstinn. Útfjólubláir geislar ná nefnilega til okkar jafnvel þegar skýin fela sólina, við sitjum í bíl eða vinnum við glugga. Langtíma áhrif þeirra geta valdið ótímabærri öldrun húðar, litabreytingum og öðrum langvarnadi og erfiðari húðvandamálum.
Það þarf þó ekki að vera leiðinlegt eða fyrirhafnarmikið að vernda húðina. Í dag er úrvalið af léttum, nærandi og vel hönnuðum sólarvörum orðið mikið og það besta er að frá 17. júlí til 6. ágúst er 20% afsláttur af völdum sólarvörum í Hagkaup, svo það er tilvalið að endurnýja birgðir eða prófa eitthvað nýtt. Til þess að skoða úrvalið af þeim sólarvörnum sem eru á tilboði má smella hér.
Í tilefni þess ætlum við líka að gefa ykkur nokkrar skemmtilegar og fræðandi upplýsingar um sólarvarnir og notkun hennar.
Af hverju skiptir sólarvörn svona miklu máli?
Vernd gegn öldrun húðarinnar: UVA-geislar eru stór áhrifaþáttur í því að húðin missi teygjanleika, verði þurr og fái fínar línur fyrr en annars. Sólarvörn sem ver húðina fyrir UVA er því góður félagi í að halda í þessa eiginleika húðarinnar lengur.
Jafnari húð og minni litabreytingar: Sólarvörn hjálpar til við að draga úr myndun dökkra bletta í húðinni.
Betri húðumhirða almennt: Sólarvörn vinnur vel með öðrum húðvörum og hjálpar til við að viðhalda árangri af rakagjöfum og meðferðum.
Snjöll sólarvarnarráð
Settu sólarvörnina á síðast í húðumhirðunni – en áður en farði fer á.
Endurnýjaðu á 2–3 tíma fresti ef þú ert úti og sérstaklega eftir svita eða sund.
Ekki gleyma hálsinum, eyrunum og handarbökum. Þessar svæði fá oft mest sólarljós og minnst af vörn.
Létt formúla = engin afsökun. Það eru til vörur sem eru ósýnilegar, ilmlausar og passa vel undir förðun, jafnvel fyrir viðkvæma húð.
Dagleg notkun skilar frekar langtímaávinning. Líka á veturna, því UVA geislar eru til staðar allt árið um kring.