12. Maí 2023

Nýtt og spennandi á Tax free

Dagana 11.-17.maí er risa Tax free í verslunum Hagkaups og hér á hagkaup.is. Tax free jafngildir 19.36% afslætti og gildir af allri snyrti- og sérvöru. 

Síðustu vikur og mánuði hafa komið í sölu hjá Hagkaup fullt af nýjum og spennandi vörumerkjum sem eru núna, líkt og aðrar snyrtivörur á tax free. Mig langar af þessu tilefni að segja ykkur frá nokkrum spennandi nýjum vörumerkjum.

Thank You Farmer 
Sólin er vonandi komin og ætlar að vera með okkur í sumar. Thank You Farmer sólarvarnirnar og húðvörurnar eru allavega mættar og tilbúnar að vernda húðina frá sólinni. Thank You Farmer er húðvörumerki sem kemur frá Suður Kóreu og framleiðir hágæða húðvörur og sólarvörn. Vörurnar eru allar cruelty free. Hjá Hagkaup er hægt að fá fimm tegundir af sólarvörn frá Thank You Farmer ásamt andlitsmöskum. Það ætti því enginn að þurfa að sólbrenna í sumar með góða sólarvörn að vopni.

Design.Me 
Nýtt og virkilega spennandi hárvörumerki með spennandi vörulínur sem hver og ein hjálpar þér að ná fram því besta í þínu hári allt eftir því hverju þú leitar eftir. Hér höfum við hárvörumerki þar sem allar vörur eru vegan, cruelty free og lausar við glútein, paraben og súlföt. Vandaðar og góðar hárvörur fyrir allar tegundir hárs. 

Magic Mask

Nýir og mjög svo spennandi andlitsmaskar sem fara yfir allt andlitið, jafnvel augun! Hér höfum við þrjá mismunandi maska sem allir koma í duftformi og þarf að blanda í vatn áður en þeir eru settir á andlitið. Maskinn er svo borinn yfir allt andlitið og myndar þá kælandi gel grímu á 10-20 mínútum. Maskarnir þrír hafa svo hver sína styrkleika þegar kemur að því að vinna að húðumhirðu og því um að gera að finna sinn maska. Það er tilvalið að kíkja við í Hagkaup og taka einn með og undirbúa sig fyrir herlegheitin um helgina með góðu maskakvöldi.

Það er alltaf eitthvað nýtt og skemmtilegt að finna í snyrtivörudeildum Hagkaups hvort sem eru ný vörumerki eða nýjar vörur frá vörumerkjum sem hafa verið í sölu lengi. Tax free er fullkomið tækifæri til þess að næla sér í og prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt. 

 

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup