20. Janúar 2026

Nýtt samstarf við Eygló Fanndal

Þann 15. janúar byrjuðu Heilsudagar í Hagkaup og eru yfir 1.000 heilsutengdar vörur á sérstakri verðlækkun fyrir alla sem vilja huga að líkamlegri og andlegri vellíðan í byrjun árs.

Á Heilsudögum verður að finna fjölbreytt úrval af hollum matvörum, bætiefnum, vítamínum og öðrum vöru- og þjónustuúrræðum sem stuðla að betri líðan á degi hverjum. Í verslunum Hagkaups verða jafnframt kynningar, smakk, ráðgjöf og skemmtilegir viðburðir þar sem gestir geta fengið innblástur. 

Nýtt samstarf við Eygló Fanndal
Í tilefni Heilsudaga tilkynnir Hagkaup jafnframt nýtt samstarf við Eygló Fanndal Sturludóttur, nýkjörinn Íþróttamaður ársins 2025. Eygló hefur átt framúrskarandi ár í lyftingum og er fyrsti Íslendingurinn sem hlotið hefur þessa nafnbót í sinni íþróttagrein.

„Við hjá Hagkaup erum mjög ánægð með samstarfið við Eygló. Hún er til fyrirmyndar hvað varðar heilbrigðan lífsstíl, markmiðasetningu og sjálfsaga. Gildi sem við viljum hvetja okkar viðskiptavini til að tileinka sér á Heilsudögum og allt árið um kring,“ segir Eva Laufey Kjaran, markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups.

Líkt og undanfarin ár á Heilsudögum í Hagkaup verður boðið upp á námskeið og að þessu sinni verður boðið upp á matreiðslunámskeið með Helgu Möggu.