15. September 2023

Djúsí próteinpizza

Við fengum Helgu Möggu næringarþjálfara til þess að setja saman girnileg salöt úr salatbarnum okkar og sömuleiðis deilir hún með okkur uppskrift að æðislegri prótein pizzu sem kemur á óvart.

Innihald í einn botn eða 4 litlar:

1 bolli hveiti / 140gr

1 bolli hreint skyr / 230gr

1 tsk lyftiduft / 5gr

1. Allt sett saman í skál og hnoðað saman, mér finnst oft þægilegast að nota hrærivélina í þetta en það er líka hægt að hræra þetta í höndunum. Fletja út og setja á bökunarpappír.

2. Það er gott að stinga nokkur göt með gaffli í hverja pizzu fyrir bökun svo þær blási ekki mikið út eins og pítubrauðin.

3. Okkur fjölskyldunni finnst betra að baka botnana fyrst í 15-18 mín við 180 gráður og setja svo áleggið á og baka aftur í um 8-10 mín á sama hita.

4. En það er líka í góðu lagi að setja áleggið beint á og baka þá í 18-20 mín.

5. Endarnir verða aðeins meira krispí ef botninn er bakaður á undan, eða eins og krakkarnir mínir orðuðu þetta: "það er meira eins og Flatey pizza".