18. Ágúst 2025

Puff poppkorn í Hagkaup

Þrír vinir úr Garðabæ hafa hafið framleiðslu á nýju tilbúnu poppkorni sem kallast Puff. Poppið er framleitt í Mosfellsbæ og fæst nú í Hagkaup.

Hugmyndin kviknaði í lok síðasta árs þegar Árni Eyþór Hreiðarsson, Arnar Ingi Valgeirsson og Eiður Orri Kristjánsson vildu koma með ferskan kost í snakkgeirann. Þeir tóku þátt í frumkvöðlaverkefninu Uppsprettunni hjá Högum sem gerði þeim kleift að koma vörunni á markað.

Bragðteg­und­irn­ar eru sjáv­ar­salt, sætt & salt og hokkís­alt og er popp­kornið ný­komið inn í versl­an­ir Hag­kaups og Bón­us og er að fá góð viðbrögð. Puff popp­kornið er fram­leitt úr baun­um sem koma frá Nebraska í Banda­ríkj­un­um. Poppið er loft­poppað til að kom­ast hjá óþarfa fitu og í fram­haldi úðað létt með kó­kosol­íu sem fest­ir kryddið.

Hér er hægt að sjá meira um Uppsprettuna hjá Högum. Auglýst verður eftir umsóknum í næstu úthlutun síðar.