29. Október 2025

RISA Tax Free í Hagkaup hefst 30. október

Það er komið að einni skemmtilegustu viku ársins, RISA Tax Free* í Hagkaup!
Frá 30. október til 5. nóvember er Tax Free af snyrtivörum, fatnaði, skóm, leikföngum, garni, búsáhöldum og raftækjum. Þetta er hinn fullkomni tími til að byrja að huga að jólagjafakaupunum já eða bara dekra aðeins við sig í þessu vetrarveðri.

Verslanir okkar eru sannarlega að verða klárar í jólatörnina en hillurnar eru orðnar fullar af jóladagatölum, jólagjafaöskjum og allskonar skemmtilegum vörum sem henta vel í jólagjafirnar. Er ekki um að gera að vera á undan ösinni í ár og klára jólagjafirnar snemma í ár?

Snyrtivörudeildir Hagkaups eru að fyllast af glitrandi gjafaöskjum frá þekktum vörumerkjum sem eru fullkomnar undir jólatréð eða sem lúxusdekur fyrir þig. Úrvalið af jólaöskjum má skoða með því að smella hér en það eru enn að bætast við nýjar öskjur daglega.

Raftækjadeildin okkar er líka með frábært úrval af vörum sem henta í jólapakkana. Hvort sem það eru hágæða krullujárn, rakvélar, heyrnatól eða hreinlega vöfflujárn eða önnur raftæki fyrir heimilið þá er úrvalið hjá okkur.

En það má ekki gleyma þessum yngstu, við verðum með leikfangadagatöl fyrir jólin og leikföng sem passa vel undir jólatré, svo eru sleðarnir mættir og það er fátt sem jafnast á við að smella sér í sleðaferð í snjónum. Í sleðaferðinni er þó nauðsynlegt að vera í góðum vetrarfatnaði svo litlum tásum verði ekki kalt en VIKING vetrarfatnaðurinn og skórnir eru einmitt líka á Tax Free á þessum dögum og því hægt að grípa allt í einni ferð.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur á Risa Tax Free og hjálpa ykkur við jólagjafakaupin svo desember verði örlítið minna stress.

*Tax Free afsláttur jafngildir 19,36% afslætti af völdum vörum.