6. Desember 2023

Sætkartöflumús með karamellukornflexi

Bragðgóð og girnileg sætkartöflumús, tilvalin með jólamatnum.

2 stór­ar sæt­kart­öfl­ur
100 g smjör

100 g korn­fl­ex

200 g syk­ur

30 ml rjómi

Salt

Aðferð

  • Hitið ofn í 180 gráður og bakið sætu kart­öfl­urn­ar í 45 mín­út­ur eða þar til þær eru mjúk­ar í gegn.
  • Skafið inn­an úr hýðinu í skál og bætið smjöri við og smakkið til með salti.
  • Syk­ur er sett­ur í pott og búin til kara­mella.
  • Þá er rjóma bætt við.
  • Bætið korn­fl­ex­inu út í.
  • Setjið kart­öflumús­ina í eld­fast form og kara­mellu­korn­fl­exið ofan á.
  • Bakið á 200 gráðum í 4-5 mín­út­ur.