27. Febrúar 2023

Sjálfsbrúnka

Við erum loksins farin að fá örlítið fleiri klukkutíma af dagsbirtu eftir ansi dimma mánuði undanfarið. Sólin er þó ekki farin að skína af neinu viti svo mörg okkar grípa í það ráð að notast við sjálfbrúnku á einhvern hátt. Það er ótrúlega mikið til af góðum sjálfbrúnkuvörum hvort sem um er að ræða froður, krem, dropa eða sprey, til langs tíma eða skemmri tíma. Alveg sama hvaða sjálfbrúnkuvörur við veljum okkur er mikilvægt að byrja á að undirbúa húðina vel svo hún taki vel við brúnkunni.

Áður en við byrjum þarf að velja réttu vörurnar. Það er þá einmitt í hvaða formi við viljum hafa vöruna og svo hvort við viljum hafa hana með leiðandi lit. Sjálfbrúnkuvörur með leiðandi lit eru vörur sem sýna lit um leið og við setjum vöruna á húðina og gera þannig mörgum auðveldara fyrir að sjá hvar búið er að dreifa brúnkunni. Vörur sem ekki eru með leiðandi lit eru litlausar eins og hefðbundin krem svo við sjáum ekki litinn á húðinni fyrr en eftir smá tíma þegar varan hefur fengið tækifæri til þess að liggja á húðinni í smástund og vinna. Eftir að við höfum komist að því hvaða vörur við ætlum að nota getum við hafið undirbúning á húðinni.

Fyrsta skrefið er að vera með hreina húð og búin að losa hana við dauðar húðfrumur svo brúnkan endist lengur. Það er þá um að gera að byrja á sturtu og skola sig vel og jafnvel skrúbba með mildum skrúbb. Svo þarf að þurrka húðina vel áður en brúnkukrem eða froða er borin á húðina. Ef við erum með þurrkubletti á líkamanum er best að nota gott rakakrem á þau svæði áður en við förum í sjálfbrúnkuvörurnar því þær geta sest í þurrk og þá eru meiri líkur á að við fáum flekki og brúnkan verði ekki jöfn og falleg. Ég mæli með því að skrúbba húðina ekki sama dag og þið berð á ykkur brúnkuvarning en daginn áður væri tilvalið.

Svo er það brúnkan sjálf, ég mæli 100% með því að nota brúnkuhanska til þess að bera hana á. Áferðin verður fallegri, jafnari og hendurnar verða ekki jafn hrikalega flekkóttar fyrir vikið. Það er til ótrúlega mikið af svona hönskum svo það er um að gera að finna það sem hentar hverjum og einum best. Svo eru til ýmiskonar verkfæri til þess að ná að bera á bakið fyrir þau okkar sem búa ein og hafa ekki auka hendur til þess að græja það.

Svo er þetta allt spurning um persónulegan smekk. Viltu krem sem þú berð á þig daglega og byggir upp lit? Viltu fá lit strax og geta skolað hann af strax? Viltu fá brúnku sem kemur fram á nokkrum klukkutímum og endist í nokkra daga? Þetta er allt til og hægt að finna allar sjálfbrúnkuvörur hér.

Til þess svo að taka brúnkuna af áður en við setjum aftur á okkur, eða bara að við viljum losna við brúnku afganga þegar brúnkan er kannski hætt að vera jöfn þá eru nokkur trix í bókinni. En það eru til froður sem hjálpa til við að leysa upp brúnkuna af húðinni og skrúbbhanskar sem hjálpa líka til við að vinna brúnkuna burt. Það er til dæmis hægt að fá St. Tropez Fake Tan Remover & Primer Mousse og svo eru Bondi Sands með ótrúlega sniðugann Exfoliating Mitt.

Ég vona að þetta hafi gefið ykkur nokkur ráð í tengslum við sjálfbrúnku en þetta er eins og með margt annað, æfingin skapar meistarann og svo þarf líka bara að læra inná að finna vörur sem henta fyrir hvern og einn.

 

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup