29. Nóvember 2023

Snjalltæki fyrir húðina

Við hófum nýverið sölu á þýska verðlauna vörumerkinu GESKE en það framleiðir mjög spennandi raftæki fyrir húðina. Tækjunum frá GESKE er stýrt í gegnum snjallforrit en þeim er ætlað að hjálpa okkur að fá það besta út úr húðvörunum okkar. Tækin byggja ýmist á notkun örstraums, hljóðbylgja, hita eða kulda til þess að draga fram það besta í húðinni okkar. Hér fyrir neðan ætlum við að kynna ykkur örlítið betur fyrir fjórum spennandi vörum frá GESKE.

Microcurrent Face Lifter 6in1

Hér er tækifæri til þess að taka andlitsmeðferðina heima. Microcurrent andlitslyftarinn vinnur gegn öldrunareinkennum húðarinnar, stinnir, tónar og lyftir húðinni. Þetta gerir tækið með því að nota örstraum til þess að virkja 65 andlitsvöðva. Tækinu er eins og öðrum tækjum frá GESKE stjórnað í gegnum app sem segir þér nákvæmlega hvernig og hversu oft þú ættir að nota tækið.

Warm & Cool Eye Energizer 6 in 1

Tæki sem er frábært fyrir þau sem eiga það til að vakna þrútin í kringum augun. Tækið hressir upp á augnsvæðið með ýmist hita, kulda eða nuddi. Hjálpar okkur að vinna gegn þreytu og þrota á augnsvæði ásamt dökkum baugum. Örvar blóðflæði og dreifingu súrefnis í kringum augun og frískar virkilega upp á augnsvæðið.

Sonic Facial Brush 5 in 1

Andlitsbursti sem hjálpar til við að djúphreinsa húðina og gera hana undirbúnari til þess að taka á móti öllum serumum og kremum sem á eftir koma. Burstann getur þú notað með þínum uppáhalds hreinsi en hann bæði hreinsar og nuddar húðina, vinnur gegn áferð og öldrunareinkennum í húðinni. Frábært tæki sem skilur húðina eftir virkilega hreina og ferska eftir gott nudd og hreinsun.

Lip Volumizer & Booster 4 in 1

Lítið og krúttlegt tæki sem hjálpar þér við að fá þéttari varir! Tækið einbeitir sér að húðsvæðum í kringum munninn og vinnur gegn fínum línum ásamt því að styrkja og dýpka lit varanna. Algjörlega þess virði að prófa!

Tækin hafa öll sína kosti og vinna hin ýmsu verkefni fyrir húðina. Það er hægt að skoða öll tæki GESKE með því að smella hér og svo reynum við að vera dugleg að deila efni með vörunum á samfélagsmiðlana okkar @hagkaupsnyrtivara á instagram og facebook.